
Mótmæla lokun útibúa VÍS á landsbyggðinni
Þjónustuskrifstofa VÍS á Akranesi er ein af þeim sjö skrifstofum sem verður lokað og starfsfólkinu boðið starf í Reykjavík.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir sömuleiðis harðlega lokun á útibúi VÍS í sveitarfélaginu og segir að samningi um tryggingar við VÍS verði ekki endurnýjaðir þegar þeir verða lausir um áramót. Með lokuninni verði ekkert útibú VÍS starfandi í Fjarðabyggð, fjölmennasta sveitarfélagi á Austurlandi.
Í bókun á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í gær segir að samningar sveitarfélagsins við VÍS um tryggingarþjónustu verði lausir 1.janúar 2019 og að bæjarráð ætli ekki að framlengja þá í ljósi skerðingar á þjónustu VÍS. Sveitarfélagið er með allar sínar tryggingar hjá VÍS, segir í bókuninni. Bæjarráð ætli að horfa til þjónustu tryggingafélaganna í svetiarfélaginu í komandi viðskiptum sínum við þau.
Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var fundur bæjarráðs Fjarðabyggðar sagður hafa verið í dag en hann var í gær.