Mótmæla fullyrðingu Óttars um fjölda starfa

06.10.2018 - 18:58
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð sjávarútvegur fystihús fiskvinnsla atvinna höfnin bryggja bátar bátur skip
 Mynd: Jóhannes Jónsson
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, segjast í yfirlýsingu gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflunting Ríkisútvarpsins um fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafiði. Í frétt fyrr í dag sagði Óttar Yngvason, lögmanni náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, að aðeins væru fimm til tíu manns komnir til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.

„Þessari fullyrðingu er harðlega mótmælt enda er hún ekki byggð á staðreyndum né gögnum um fjölda starfa. Hið rétta er að bein störf fiskeldisfyrirtækjanna á svæðinu eru 170 talsins,“ segir í yfirlýsingu Rebekku og Bjarnveigar.

Í fréttinni segir Óttar að hann teldi sjókvíaeldi í fjörðunum tveimur úr sögunum eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að niðurfelling starfs- og rekstrarleyfa tveggja eldisfyrirtækja tæki strax gildi en réttaráhrifunum fengist ekki frestað á meðan málin yrðu rekin fyrir dómstólum. Óttar sagði það jafnframt staðleysu að niðurstaðan þýddi atvinnuleysi.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi