Moskulóð frestað í borgarráði

13.09.2013 - 07:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Umsókn félags múslima á Íslandi um lóð fyrir mosku var frestað á fundi borgarráðs í gær. Meirihlutinn býst þó til að afgreiða málið að viku liðinni samkvæmt bókun.

Fulltrúi Vinstri grænna, Þorleifur Gunnlaugsson, lét af þessu tilefni bóka að engin lóðaumsókn trúfélags í Reykjavík hefði beðið jafnlengi, eða í fjórtán ár, og sagði að stjórnardeild lýðræðis-, mannréttinda- og atvinnumála í Bandaríkjunum hafi leitt líkum að því að þessi langi afgreiðslutími borgaryfirvalda stafaði af fordómum í garð múslima. Borgarfulltrúinn sagði að byggingar á borð við ásatrúarhof, dæmigerða rétttrúnaðarkirkju og mosku myndu fegra borgina og gefa henni alþjóðlegri blæ. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi