Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mosinn í hrauninu

22.11.2018 - 07:30
Mynd:  / 
„Algengasta plantan í mosahraunavist er hraungambrinn, þessi þykki mosi sem er eins og teppi ofan á hrauninu," segir Járngerður Grétarsdóttir gróðurvistfræðingur.

„Hraungambrinn skiptir um lit. Í þurrviðri er hann grár en þegar rignir verður hann grænn. Það er vegna þess að hann er með þessi löngu hár með hvítum hárum á endanum sem breyta um lit."

Neðsti hlutinn af mosanum drepst en efsti hlutinn heldur áfram að vaxa. Það er mikið búið að rannsaka hvernig hægt sé að rækta mosa, ef svo má segja, til að endurheimta mosaþembur sem hafa drepis vegna ágangs. Það virðist vera hægt að taka smá búta og búta niður og dreifa þeim í sárin og ná þannig að endurheimta mosann að einhverju leyti, allavega.

eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir
gislie's picture
Gísli Einarsson