Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Moses Hightower - Fjallaloft

Mynd: Record Records / Moses Hightower

Moses Hightower - Fjallaloft

12.06.2017 - 13:27

Höfundar

Plata vikunnar á Rás 2 er nýjasta breiðskífa Moses Hightower en hún heitir „Fjallaloft“ og inniheldur 11 lög, en nokkur af þeim hafa þegar gert góða hluti á öldum ljósvakans. Má þar einna helst nefna „Feikn“, „Trúnó“, „Snefill“ og „Fjallaloft“ en það síðastnefnda hefur verið á toppi Vinsældalista Rásar 2 undanfarnar þrjár vikur.

Fjallaloft kom út föstudaginn 9. júní en síðasta plata Moses Hightower „Önnur Mósebók“ hlaut einróma lof gagnrýnenda og margar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Moses Hightower var stofnuð árið 2007 og samanstendur af þeim Andra Ólafssyni (bassi og söngur), Daníel Friðriki Böðvarssyni (gítar), Magnúsi Trygvasyni Eliassen (trommur) og Steingrími Karli Teague (hljómborð og söngur).

Mynd: Moses Hightower / Moses Hightower
Arnar Eggert og Andea Jóns ræddu plötu Moses Hightower, Fjallaloft, í Popplandi 16. júní 2017.