Morrissey vildi ekki koma fram í Hörpu

Mynd með færslu
 Mynd:

Morrissey vildi ekki koma fram í Hörpu

03.02.2015 - 07:24

Höfundar

Breski tónlistamaðurinn Morrissey er hættur við að koma fram á tónleikum í Hörpu þar sem veitingastaður í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu vildi ekki hætta að bjóða upp á kjötmeti á matseðli sínum. Morrissey, sem er ástríðufull grænmetisæta, segir Hörpu mega eiga sinn „blóðþorsta“ og „kjötát“.

Yfirlýsingin birtist fyrst á aðdáendavef Morrisey  . þar kemur fram að Morrisey hafi hlakkað mikið til að koma aftur til Íslands. Ekkert verði af komu hans til landsins vegna kjötátsins í Hörpu.

Yfirlýsing Morrissey hefur vakið nokkra athygli. Hún hefur meðal annars verið tekin upp á vef Exlaim. Þar segir enn fremur að ekki sé vitað hvenær Morrissey hafi ætlað að halda tónleika hér á landi. Enginn annar tónleikastaður hafi þó verið á lausu en Morrissey kom síðast til Íslands fyrir níu árum og spilaði þá í Laugardalshöll.

Morrissey hefur áður vakið mikla athygli fyrir ummæli sín um kjötát og hefur meðal annars lýst því yfir að það sé engin munur á kjötáti og barnaníði.