Stór hluti nemenda við Menntaskólann á Ísafirði lætur sig ekki muna um að fara á fætur í rauðabýtið og reima á sig íþróttaskóna. Við MÍ er boðið upp á afreksbraut, ekki aðeins í einni eða tveimur íþróttagreinum eins og tíðkast sumstaðar annarsstaðar heldur hvaða íþróttagrein sem menn kjósa sér.