Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Morgunæfingin skapar meistarann

14.11.2011 - 11:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Stór hluti nemenda við Menntaskólann á Ísafirði lætur sig ekki muna um að fara á fætur í rauðabýtið og reima á sig íþróttaskóna. Við MÍ er boðið upp á afreksbraut, ekki aðeins í einni eða tveimur íþróttagreinum eins og tíðkast sumstaðar annarsstaðar heldur hvaða íþróttagrein sem menn kjósa sér.

Þetta er gert í samvinnu við íþróttafélögin á staðnum og eru það þjálfarar félaganna sem annast æfingarnar. Þetta hefur nú þegar skilað ófáum Íslandsmeistaratitlum í hús.

Vertu vinur Landans á Facebook