Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Morðóður forseti

04.04.2017 - 15:06
epa05309814 Presumptive president-elect Rodrigo Duterte, reacts during a press conference before he meets well-wishers in Davao city, southern Philippines, 16 May 2016. On 15 May 2016, Duterte said that he will urge Congress to restore death penalty and
 Mynd: epa
Um sjö þúsund hafa verið drepnir í fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta Filippseyja. Fyrrverandi yfirmaður í dauðasveitum Dutertes frá borgarstjóratíð hans í Davao vitnar gegn honum og fullyrðir að Duterte hafi sjálfur fyrirskipað morð á glæpamönnum, blaðamönnum, pólitískum andstæðingum, ólettri konu og ungabarni.

Duterte skipaði dauðasveitum sínum að kasta líkunum í sjóinn eða grjótnámu og skilja engin ummerki eftir, ef marka má fyrrverandi yfirmann í dauðasveitum Duterte frá þeim tíma sem hann var borgarstjóri í Davao á Filippseyjum. Síðan hann tók við sem forseti landsins í lok júní á síðasta ári hafa um sjö þúsund verið drepin í stríði forsetans gegn fíkniefnum í landinu. Arturo Lascanas er fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni og segist hafa verið í dauðasveitum Dutertes. Hann vitnaði gegn Duterte á dögunum fyrir öldungadeild þingsins og fullyrðir að Duterte hafi sjálfur fyrirskipað morðin. Í viðtali við Observer á leynilegum stað í höfuðborginni Manilla lýsir hann árum sínum í dauðasveitunum. Vopnaðir verðir gæta Arturo Lascanas og greinilegt að þeir eru viðbúnir hinu versta. Lascanas óttast að Duterte láti drepa hann til að þagga niður í honum.

epa05804836 Philippine National Police (PNP) SP03 Arthur Lascanas reacts during a press conference at the Philippine Senate in Pasay City, south of Manila, Philippines, 20 February 2017. Lascanas, who had previously testified on the Davao Death Squad (DDS
 Mynd: EPA
Arthur Lascanas vitnar gegn Duterte

Duterte var í tuttugu ár bæjarstjóri í Davao sem er þriðja stærsta borg landsins. Fyrir ári var hann kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum, ekki síst á grunni loforða hans um losa þjóðina við glæpi og eiturlyf, að drepa alla eiturlyfjasala og dópista og kasta líkum þeirra í Manilla flóa. Duterte sagðist hafa komið á lögum og reglu í Davao og þjóðin leit á hann sem bjargvætt og hinn sterka leiðtoga sem gæti hreinsað til í glæpavæddu landinu. Reyndar er árangur hans í Davao nokkuð orðum aukinn. Hvergi í landinu eru morð jafn tíð og í Davao og nauðganatíðnin er sú næst hæsta í landinu. En þjóðin styður stríðið gegn eiturlyfjum og glæpum og er hlynnt fjöldamorðum á glæpahyskinu. 

Mynd með færslu
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ásamt rússneska flotaforingjanum Eduard Mikhailov um borð í rússneskum tundurspilli í Manila. Mynd: EPA - AFP / POOL

Í Guardian segir að frá því að hann tók við embætti um mitt síðasta sumar hafi lögreglan drepið yfir tvö þúsund og fimm hundruð manns og sjálfskipaðar vígasveitir hafa drepið þrjú þúsund og sex hundruð. Amnesty og önnur samtök nefna enn hærri tölur og yfirleitt er talað um að sjö þúsund hafi verið drepin á þessum mánuðum síðan Duterte tók við embætti. Vinsældir Dutertes hafa sjaldan verið meiri. Íbúar Filippseyja vilja sterkan leiðtoga sem lætur verkin tala.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Duterte hefur sagt fíkniefnum stríð á hendur.

Árum saman hefur verið rætt um dauðasveitirnar í Davao. Í september kom Edgar Matobato fyrir þingnefnd og fullyrti að Duterte og sonur hans hefðu tekið þátt í drápum á dópsölum og glæpamönnum. Hingað til hafa ekki verið lögð fram skrifleg gögn eða áþreifanlegar sannanir og yfirmenn hafa ekki stigið fram. Fyrr en nú, með Lascanas. Upphaflega kom hann fram til að neita tilvist dauðasveitanna en fékk síðan trúarlega vitjun, ráðfærði sig við nunnurnar í Davao og ákvað í kjölfarið að stíga fram og segja sannleikann, þótt það kunni að kosta hann lífið. Sannleikurinn sé eina leiðin út úr þessu kviksyndi.

epa05520476 Philippine National Police (PNP) Scene of the Crime Operatives (SOCO) gather evidences on the site of an explosion at a night market in Davao city, Philippines, 02 September 2016. According to initial news reports, at least nine people were
Lögreglumenn á vettvangi eftir sprenginguna í Davao. Mynd: EPA
Sprengjutilræðið í Davao 2. september 2016.

Lascanas sagði þingnefndinni að dauðasveitirnar hefðu verið raunverulegar. Duterte hefði komið þeim á laggirnar til að myrða glæpamenn í borginni. Lascanas segist hafa stýrt þessum dauðasveitum og sjálfur hafi hann drepið um tvö hundruð manns. Fyrst voru það eingöngu glæpamenn sem dauðasveitirnar drápu en síðar bættust við pólitískir andstæðingar Dutertes og blaðamenn sem gagnrýndu Duterte. Duterte gaf sjálfur fyrirskipanir um hverja skildi drepa og hvernig ætti að losa sig við líkin. Dauðasveitirnar fengu greitt í samræmi við mikilvægi fórnarlambanna.

epa05521367 A handout picture dated and released on 03 September 2016 by the Presidential Photographers Dividion (PPD) shows Filipino President Rodrigo Duterte (C) inspecting  an evidence at the site of an explosion at a night market in Davao city,
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, skoðar verksummerki eftir tilræðið í Davao. Mynd: EPA - PPD
Duterte skoðar aðstæður á sprengjustað í Davao 2. sept 2016.

Lascanas segir að eitt verkefni hafi valdið honum miklu hugarangri og óteljandi martröðum. Árið 1996 var honum og dauðasveit hans skipað að drepa meintan glæpamann, ólétta eiginkonu hans og fjögurra ára son sem öll voru saman í bíl. Ólétta konan og litli drengurinn voru drepin svo þau gætu ekki síðar bent á böðlana í dauðasveitunum. Skipunin kom beint frá Duterte, fullyrðir Lascanas. Duterte kom á staðinn og fyrirskipaði morðin á fjölskyldunni. Sjálfur drap Lascanas tvo bræður sína þegar þeir urðu uppvísir að fíkniefnasölu.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Þrátt fyrir morðölduna eru vinsældir Dutertes ekkert að dvína, nema síður sé, ef marka má kannanir. Blygðunarlaus og oft og tíðum fáránleg ummæli draga ekkert úr vinsældum hans, ekki morðin, stöðugar móðganir í garð erlendra fyrirmenna eða vafasamir nauðgunarbrandarar. Hann er hinn óheflaði en sterki leiðtogi sem nær árangri í baráttunni við kerfið.

Sérfræðingar telja að uppljóstranir Lascanes hafi lítil áhrif á vinsældir Dutertes. Dauðasveitirnar hafi verið illa varðveitt leyndarmál og Duterte hafi verið kosinn þrátt fyrir dauðasveitirnar. Jafnvel einmitt vegna þeirra. Hann hefur rætt opinberlega um þessar dauðasveitir og þátttöku hans í drápunum. Síðast í desember lýsti hann í smáatriðum hvernig hann fór á mótorhjóli um Davao og leitaði uppi glæpamenn til skjóta. Hann vildi sýna að hann gæti drepið svo aðrir fylgdu í kjölfarið óhræddir. Hann segir að það að drepa glæpamenn sé ekki glæpur því glæpamenn hafi ekki mannlegt eðli. Menn segja að Duterte verði fyrst í vandræðum ef framferði hans eða dauðasveitanna leiði til efnahagslegra erfiðleika. Þá muni fljótt fjara undan honum. Á meðan hann er vinsæll á hann stuðning allra en lendi hann í vandræðum muni sá stuðningur hverfa eins og dögg fyrir sólu.

epa05309814 Presumptive president-elect Rodrigo Duterte, reacts during a press conference before he meets well-wishers in Davao city, southern Philippines, 16 May 2016. On 15 May 2016, Duterte said that he will urge Congress to restore death penalty and
 Mynd: epa

Antonio Trillanes leiðir andstöðuna við Duterte og ætlar að koma honum frá fyrir landráð. Hann vonast til að fá fjóra aðra úr dauðasveitunum til að koma fram á næstu vikum til að vitna gegn Duterte eins og Lascanas hefur þegar gert. Þá verði staðan önnur þegar þingið kemur saman í maí og tekur fyrir ásökunina um landráð. Hann segir að það sé eitt að drepa þekkta glæpamenn. En að drepa barnshafandi konur og ungabörn sé allt annað. Til þess að víkja Duterte frá völdum þarf hundrað atkvæði á þinginu og tvo þriðju hluta í öldungardeildinni. Afar erfitt en ekki ómögulegt.

epa05293533 Filipino presidential candidate, Davao City Mayor Rodrigo Duterte speaks to supporters during the 'miting de avance' in Manila, Philippines, 07 May 2016. The presidential candidates held their last campaign rally, the 'miting de
Rodrigo Duterte. Mynd: EPA

Rodrigo Duterte er fádæma vinsæll forseti Filippseyja. Yfirlýsingagleði hans hefur vakið athygli en hann hefur kallað Bandaríkjaforseta og fleiri „hórusyni" og látið afar vafasöm ummæli falla um konur. Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að opinber stuðningur Duterte við aflífun glæpamanna brjóti í bága við alþjóðalög. Duterte brást ókvæða við og sagði þessa sérfræðinga hálfvita. Hann hótaði síðan að segja skilið við Sameinuðu þjóðirnar en hefur reyndar síðar sagt að það hafi verið brandari.

Mynd með færslu
Barack Obama. Mynd: EPA
Barack Obama

Duterte hefur lofað öllum friðhelgi og sakaruppgjöf sem berjast gegn glæpum með öllum tiltækum ráðum. Þeir verði ekki sóttir til saka. Hann ætli að veita sjálfum sér sakaruppgjöf fyrir margföld morð.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja sagði á dögunum að Hitler hefði slátrað þremur milljónum gyðinga. Á Filippseyjum væru 3 milljónir fíkniefnaneytenda sem hann myndi glaður slátra sjálfur. Á Filippseyjum eru þessi ummæli ekki talin axarskaft eða klaufaleg athugasemd. Þvert á móti er talið líklegt að gríðarlegar vinsældir hans aukist enn frekar.

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons

Áströlskum trúboða var nauðgað af fjölda manns í fangauppreisn í Davao í borgarstjóratíð Dutertes. Hann sagði þetta sorglegt því hún væri svo falleg. Borgarstjórinn hefði átt að vera fyrstur. Síðar lenti hann í umferðaröngþveiti og sat fastur í marga klukkutíma vegna heimsóknar páfans. Þá ætlaði hann að hringja og segja þessum hórusyni að koma sér í burtu og láta ekki sjá sig aftur. Hann sendi páfanum síðar afsökunarbréf enda kaþólskan með sterkar rætur á Filippseyjum. Hann segist mikill kvennaljómi og yfirleitt með tvær í takinu. Víagra notar hann sér til aðstoðar. Hann hefur sagt að sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum sé samkynhneigður hórusonur og skilaboðin til Kaþólsku kirkjunnar voru einföld: „Don´t fuck with me."