Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Móðurlífið blönduð tækni – Yrsa Þ. Gylfadóttir

Mynd: bjartur / bjartur

Móðurlífið blönduð tækni – Yrsa Þ. Gylfadóttir

06.03.2018 - 15:03

Höfundar

„Þetta er saga um listina og listakonuna en líka fjölskylduna og minningar og allskonar væntingar okkar til hvers annars,“ segir Yrsa Þöll Gylfadóttir um skáldsögu sína Móðurlífið, blönduð tækni sem er bók vikunnar á Rás1.

Móðurlífið, blönduð tækni fjallar um mæðgurnar Sirrý og Kamillu. Sirrí var róttækur framúrstefnulistamaður á síðari hluta 20. aldar, sem lést fyrir aldur fram. Sirrí var ekki einungis umdeild sem listamaður, heldur einnig fyrir líferni sitt, ekki síst eftir að hún yfirgaf ung börn sín til að sinna listinni.

Þegar dóttir hennar, Kamilla, fellst á að liðsinna Listasafni Reykjavíkur við undirbúning yfirlitssýningar um móður hennar, lendir hún í vanda, því ekki hefur gróið um heilt í fjölskyldunni og ekki minnkar hugarangistin þegar bréf Sirríar til elskhuga hennar koma í leitirnar.

Auður Aðalsteinsdóttir hefur umsjón með þættinum og viðmælendur hennar eru Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Arndís Þórarinsdóttir. Hlustaðu á þáttinn í heild hér:

Mynd: Yrsa Þöll Gylfadóttir / Yrsa Þöll Gylfadóttir