Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Móðurfélag Ístaks að gefast upp

15.03.2013 - 18:57
Mynd með færslu
 Mynd:
E. Pihl & Sön, eitt stærsta verktakafyrirtæki Danmerkur á í alvarlegum rekstrarerfiðleikum eftir taprekstur undanfarinna ára. Danske Bank, viðskiptabanki fyrirtækisins, stjórnar nú að verulegu leyti rekstrinum.

Pihl & Sön hefur sterk tengsl við Ísland, er meðal annars eigandi verktakafyrirtækisins Ístaks. Það var árið 1887 sem Lauritz Emil Pihl í Kaupmannahöfn fékk svonefnt borgarabréf í múrsmíði og stofnaði fyrirtæki í eigin nafni.  Starfsemin hlóð brátt utan á sig enda stækkaði Kaupmannahöfn ört á þessum árum.  1916 kom sonurinn Carl inn í fyrirtækið sem þá og allar götur síðan hefur heitið E. Pihl & Sön. Verkefnin voru nú ekki lengur bundin við múrverk.Árið 1947 keypti Kay Langvad verkfræðingur helmings hlut í félaginu og eignaðist það síðar að fullu.  Hann var giftur íslenskri konu, Selmu Guðjohnsen Þórðardóttur, sem bjó í Kaupmannahöfn.  Þau fluttu til Íslands 1937 og bjuggu í Reykjavík fram yfir stríð.  Kay var á Íslandsárunum yfirmaður verktakafyrirtækisins Höjgaard og Schultz og kynntist vel íslenskum aðstæðum og stjórnmála- og atvinnulífi.  Kynni hans og reynsla af Íslandi urðu til þess að fyrirtækið fékk á næstu árum og áratugum mörg stór verkefni. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari í Kaupmannahöfn, segir frá E.Pihl & Sön í Spegli dagsins.