Mo Farah varði titilinn naumlega

epaselect epa06125215 Britain's Mo Farah (C) celebrates while crossing the finish line to win the men's 10,000m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 04 August 2017.  EPA/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA

Mo Farah varði titilinn naumlega

05.08.2017 - 15:26
Hinn 34 ára gamli Farah var felldur ásamt því að detta næstum tvisvar undir lokin þegar hann vann gull í tíu kílómetra hlaupi karla í gær.

„Ég slasaði mig á fæti og þarf að fara til læknis, ef til vill þarf að sauma nokkur spor,“ sagði Mo Farah við breska Ríkisútvarpið eftir glæstan sigur sinn í gær. Hann telur meiðslin þó ekki það alvarleg að þau hafi áhrif á þáttöku hans í fimm kílómetra hlaupina en undanrásir hefjast á miðvikudaginn.

Frá því að Farah vann bæði fimm og tíu kílómetra hlaup karla á Ólympíuleikunum 2012 þá hefur hann ekki sleppt takinu af gullinu. Á HM í frjálsum bæði 2013 og 2015 vann hann gull í báðum greinum sem og á Ólympíuleikunum 2016. 

HM í London gætu því verið fimmtu leikarnir í röð sem Farah nær þessari eftirsóknarverðu tvennu en þetta er í síðasta skipti sem Farah keppir í greinunum tveimur. Eftir HM ætlar hann að snúa sér að maraþonhlaupi.

Æsispennandi hlaup

Gífurlegur hraði var í hlaupi gærkvöldsins en Farah kom í mark á 26 mínútum og 49.51 sekúndu. Var það besti tími hans síðan árið 2011 en samt sem áður var hann aðeins sekúndu á undan Joshua Cheptegei frá Úganda og Paul Tanui frá Kenýa. 

Steve Cram og Brendan Foster, lýsendur breska Ríkisútvarpsins, vildu meina að sigurinn væri líklega þökk sé hans bestu frammistöðu á ferlinum. Farah sjálfur tók í sama streng í viðtali eftir að hlaupinu lauk:

„Þetta var eitt erfiðasta hlaup lífs míns. Strákarnir gáfu allt í þetta. Þetta var ekki um Mo, þetta var um hvernig það ætti að sigra Mo.“

Spurður í lokahlaupið sitt þá sagðist hann skulda fólkinu í London og í Bretlandi það að vinna fimm kílómetra hlaupið.

epa06125307 Gold medalist Mo Farah of Great Britain poses on the podium during the medal ceremony for the men's 10000m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 04 August 2017.  EPA/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA

Tengdar fréttir

Frjálsar

HM: Dagur 2 - Sigurbjörn Árni mælir með í dag

Frjálsar

HM: Dagur 1 - Sigurbjörn Árni mælir með í dag

Frjálsar

Frábær ferill Farah tekur nýja stefnu