Mo Farah í 2. sæti í síðasta hlaupinu

epa06140888 Britain's Mo Farah reacts after taking the second place in the men's 5,000m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 12 August 2017.  EPA/SEAN DEMPSEY
 Mynd: EPA

Mo Farah í 2. sæti í síðasta hlaupinu

12.08.2017 - 20:12
Mo Farah hljóp í kvöld sitt síðasta hlaup á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum en hann stefnir á að hlaupa maraþon í framtíðinni. Farah kom í annar í mark í fimm kílómetra hlaupi kvöldsins og tókst því ekki að tryggja sér gull í bæði fimm og tíukílómetra hlaupum á fimmta mótinu í röð.

Farah gaf allt sem hann átti í kvöld og var síðasti kílómeterinn hlaupinn á ógnarhraða. Farah hneig hreinlega niður þegar hann kom í mark en ljóst er að tíu kílómetra hlaupið fyrr á mótinu tók mikið frá honum.

Á endanum varð Farah að játa sig sigraðan í kvöld en Muktar Edris frá Eþiópíu kom fyrstur í mark á meðan Paul Chelimo kom náði bronsinu.

Farah er ekki eini heimsþekkti frjálsíþróttakappinn sem kveður í kvöld en nú rétt fyrir níu mun fljótasti maður í heimi, Usain Bolt, hlaupa í síðasta skiptið en hann keppir fyrir hönd Jamaíku í 4x100 metra boðhlaupi karla. 

epa06140887 Muktar Edris (3-L) from Ethiopia, reacts next to Mo Farah from Britain (bottom), after the men's 5,000m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 12 August 2017.  EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT
 Mynd: EPA - KEYSTONE

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Frjálsar

HM í beinni: Dagur 9 - Bolt og Farah kveðja