
MMR: VG stærst - Sigmundur fengi sjö prósent
Sigmundur hætti í Framsóknarflokknum á sunnudag og greindi um leið frá því að hann ynni að stofnun nýs stjórnmálaafls. Í dag bárust svo fréttir af því að nýtt stjórnmálaafl fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar ætlaði að ganga til liðs við flokk Sigmundar. Hann upplýsti svo um hálf fimm leytið að flokkurinn hefði fengið nafnið Miðflokkurinn
Rétt er að geta þess að Sigmundur verður í viðtali í Kastljósi í kvöld.
Könnun MMR var gerð dagana 26. til 28. september. Svarendur voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 1.012, 18 ára og eldri.
Samkvæmt henni fengi Samfylkingin 10,4 prósent, og Píratar 10 prósent. Flokkur fólksins mælist stærri en flokkur Sigmundar, Framsókn, Viðreisn og Björt framtíð en hann mælist með 8,5 prósent fylgi. Í síðustu könnun MMR var flokkurinn með 9,1 prósent fylgi.
Flokkarnir Viðreisn og Björt framtíð myndu báðir falla út af þingi gengi skoðanakönnun MMR eftir í kosningunum 28. október. Viðreisn fengi 4,9 prósent en Björt framtíð aðeins 2,5 prósent. Aðrir flokkar fengju minna.
87 prósent þeirra sem tóku þátt í könnun MMR gáfu upp afstöðu sína.