Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Mjög glöð og þakklát fyrir stuðninginn

06.03.2018 - 20:32
Mynd: Eggert Þór Jónsson / RÚV
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist mjög glöð og þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í þinginu þegar greidd voru atkvæði um vantrauststillögu á hana. „Það var gott að fá þetta tækifæri til að fjalla um mín störf.“

Sigríður segist ekki eiga von á að málið hafi frekari eftirmál. Hún segir að sannfæring hennar hafi ekki breyst. „Ég er alveg sannfærð um að ákvörðunin sem Alþingi staðfesti um tillögu mína um skipun dómara var góð, og rétturinn er skipaður góðu fólki.“

Sigríður segir að það hafi ekki komið sér á óvart að tveir þingmenn Vinstri grænna studdu vantrauststillöguna. Hún segir það í samræmi við málflutning þeirra. Hvorki Andrés Ingi Jónsson né Rósa Björk Brynjólfsdóttir styðja ríkisstjórnina.