Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Mistök gerð í mengunarmælingu á Húsavík

05.11.2014 - 07:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Mistök voru gerð við mælingar á gasmengun á Húsavík í morgun. Handmælir var notaður við mælinguna og mæligildin færð handvirkt inn í kerfið. Að sögn lögreglunnar á Húsavík, sem sá um mælinguna, sýndi mælirinn 0,3 en fyrir mistök var fært inn gildið 3,0.

Gasmengunin er því ekki 8,400 eins og greint var frá á vef Umhverfisstofnunar og í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun. 

Lítil mengun mældist á Húsavík í morgunsárið í gær en rauk upp um tíu leytið. Mestur mældist styrkur brennisteinsdíóxíðs 4.800 míkrógrömmum á rúmmetra í bænum.  

Hægt er að kynna sér viðbrögð við gasmengun á vefnum loftgæði.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosið þar sem nálgast má upplýsingar um mengunina. Leiðbeiningar um gosmengun má einnig sjá á ruv.is