Mistök voru gerð við mælingar á gasmengun á Húsavík í morgun. Handmælir var notaður við mælinguna og mæligildin færð handvirkt inn í kerfið. Að sögn lögreglunnar á Húsavík, sem sá um mælinguna, sýndi mælirinn 0,3 en fyrir mistök var fært inn gildið 3,0.