Missum stjórn á útlimum

Mynd: Boogie Trouble / Boogie Trouble facebook

Missum stjórn á útlimum

26.04.2016 - 18:03

Höfundar

Nýjar breiðskífur með Boogie Trouble og Starwalker. Ný lög með Átrúnaðargoðunum, Atla Viðari Engilbertssyni, Brosköllunum, Friðriki Dór, Hjálmari og Mr. Sillu, Emmsjé Gauta, Grísalappalísu og Flekum.

Tvær breiðskífur eru til umfjöllunar í kvöld og báðar alveg glænýjar. Barði Jóhannsson hefur verið að vinna með hinum franska JB Dunckel og saman kalla þeir sig Starwalker, en fyrsta breiðskífa Starwalker var að koma út. Svo er fyrsta breiðskífa diskósveitarinnar Boogie Trouble einnig nýkomin út. Báðar þessar plötur eru dansvænar en það er hægt að láta sig svífa hægt um dansgólfið við undirleik Starwalker, á meðan Boogie Trouble fær mann til að missa stjórn á útlimum og gleyma stað og stund. Hægt er að mæla með báðum þessum tegundum af dönsum, sem og öllum öðrum tegundum, enda er dans hollur og góður fyrir andlega og líkamlega heilsu.

Lagalisti Langspils 118:
1. Stutt skref – Moses Hightower
2. Skattaskjól í sumarsól - Atli Viðar Engilbertsson
3. Guð í LA – Broskallarnir
4. Without a Rider – Flekar
5. Er hann birtist – Hjálmar og Mr. Silla
6. Tölfræðilega séð – Átrúnaðargoðin
7. Radio – Starwalker
8. Blue Hawaii – Starwalker
9. Get me – Starwalker
10. Bimbó – Grísalappalísa
11. Djammæli – Emmsjé Gauti
12. Dönsum (eins og hálfvitar) – Friðrik Dór
13. Steinunn – Boogie Trouble
14. Gin og greip – Boogie Trouble
15. Gleymmérei – Boogie Trouble
16. Toxic – Boogie Trouble
17. Like a prayer – Olympía
18. Voulez vous - HAM

Hefurðu samið ótrúlega gott lag, sem þér finnst að eigi að spila í útvarpi? Sendu inn lag í þáttinn og hver veit...
Langspil er á dagskrá Rásar 2 á þriðjudagskvöldum frá 19.20-21.00


Umsjón: Heiða Eiríks