Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Minntu á kröfur eldri borgara - Myndskeið

Mynd:  / 
Félagsmenn úr Gráa hernum, úr félagi eldri borgara í Reykjavík, mættu fyrir utan Lækjarbrekku í Reykjavík rétt fyrir klukkan ellefu með erindi til leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna sem þar hittust.

Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði þá vilja minna fulltrúa flokkanna á þá minnispunkta sem þeir hafi komið fram með á nýafstöðnu þingi. „Við vildum minna þá á það sem þar kom fram og vekja þar með athygli á því sem Félag eldri borgara og Grái herinn hafa verið að leggja áherslu á: 300 þúsund króna lágmark og engar skerðingar.“

Með því að hitta á stjórnmálamennina núna til að þurfa ekki að gera það eftir kosningar nái þessir flokkar saman. „Þá vonumst við til þess að þetta verði í þeim stjórnarsáttmála sem þessir aðilar eru væntanlega eða hugsanlega að koma sér saman um í dag.“

Jafet segir að bréf séu tilbúin til þeirra stjórnmálaflokka sem ekki voru á Lækjarbrekku í dag. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV