Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins í höfn

10.06.2017 - 19:28
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur samþykkt að styðja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins.

Breska ríkisútvarpið greinir frá. Haft er eftir talsmanni forsætisráðuneytisins að samkomulagið verði rætt á ríkisstjórnarfundi á mánudag. 
Mikillar óánægju gætir innan raða Íhaldsflokksins með niðurstöður kosninganna, en Theresa May, forsætisráðherra þykir hafa beðið mikinn ósigur. Hún boðaði til kosninga rétt ári eftir síðustu kosningar til þess að freista þess að styrkja umboð Íhaldsflokksins fyrir samningaviðræðurnar um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Þess í stað missti flokkurinn meirihluta sinn. Tveir helstu ráðgjafar Theresu May forsætisráðherra sögðu af sér í dag; Nick Timothy og Fiona Hill. 

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi