Minni losun en gert var ráð fyrir

27.06.2013 - 10:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um 9% frá 2008 til 2010 á Íslandi. Losun á árinu 2010 er 5% lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Skiptir þar mestu máli samfelldur samdráttur í losun frá samgöngum frá árinu 2007 og verulegur samdráttur í losun frá byggingarstarfsemi. Einnig fjölgun metanbíla, efling göngu- og hjólreiðastíga og almenningssamgangna. Í skýrslunni segir að vitundarvakning um heilsueflingu hafi fjölgað gangandi og hjólandi vegfarendum samhliða hækkun á bensínverði og bættum almenningssamgöngum.

Þar kemur fram að framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar miði vel. Þó beri að varast of mikla bjartsýni því hluti af skýringunni felst í samdrætti á ýmsum sviðum í kjölfar hrunsins. Þar segir að teikn séu á lofti um að sumir geirar færist í loftslagsvænni átt en þar má sérstaklega nefna samgöngur og fiskimjölsverksmiðjur, sem áður notuðu olíu til brennslu en hafa verið rafvæddar.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi