Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Minni frjósemi næst iðjuverum

12.05.2014 - 16:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Helmingi fleiri ær voru að jafnaði geldar á bæjum sem voru nálægt iðjuverunum á Grundartanga heldur en á bæjum svo voru fjær þeim. Þetta kemur fram í meistaraverkefni Gyðu S. Björnsdóttur, í umhverfis- og auðlindafræði.

4% eldri áa nærri Grundartanga voru geldar, það er eignuðust engin lömb að vori, árin 2007-2012. Fjær iðjuverunum voru aðeins 2,6% áa lamblausar. Hlutfallið geldra áa var hæst á því svæði þar sem flúor hefur mælst einna hæstur í sauðfé - suðvestan við iðjuverin. Þar var það 7,4%. Gyða sendi spurningalista á alla bæi í Kjósarhreppi, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð, þar sem tíu kindur voru eða fleiri. Alls voru þetta 222 bæjir. Ekki reyndist mikill munur á afurðatölum þegar á heildina er litið.