Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Minnast fólksins með bænastund í Hrísey

06.11.2017 - 10:36
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Haldin verður bænastund í Hríseyjarkirkju klukkan 18 í kvöld til að minnast fjölskyldunnar sem lést á Árskógssandi á föstudag. Fólkið var búsett í Hrísey.

Klukkan 17:25 á föstudag fór bíll með þremur innanborðs, manni, konu og barni, í höfnina á Árskógssandi. Þau voru úrskurðuð látin á Sjúkrahúsinu á Akureyri um kvöldið.

Hríseyjarferjan var við bryggju þegar slysið varð, að undirbúa brottför út í Hrísey. 

Allir tiltækir björgunaraðilar voru kallaðir á vettvang; sjúkrabílar, björgunarsveitir, lögregla og kafarar. 

Bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan 18 í kvöld og verið er að stofna söfnunarreikning til styrktar ættingja þeirra sem létust.