Milljónir í sóttkví á Luzon-eyju

17.03.2020 - 09:57
epa08296823 A Philippine Army soldier uses a thermal scanner to check body temperature of a vehicle driver entering a quarantine border of Quezon City, Metro Manila, Philippines 16 March 2020. Philippine President Rodrigo Duterte announced a community quarantine on Metro Manila effective 15 March to 14 April 2020, after the Philippines raised Code Red Sub-Level 2 on the Covid-19 coronavirus outbreak. The Philippines has over 140 confirmed coronavirus cases with 13 deaths due to the disease COVID-19, as the World Health Organization (WHO) officially declared the coronavirus outbreak a pandemic.  EPA-EFE/ROLEX DELA PENA
Herinn á Filippseyjum hefur tekið þátt í aðgerðum til að takmarka útbreiðslu COVID-19. Mynd: EPA-EFE - EPA
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað einangrun eyjarinnar Luzon og að ferðir fólks verði þar takmarkaðar við að fara að kaupa matvæli og lyf. Meira en fimmtíu milljónir manna búa á Luzon og þar er höfuðborgin Manila.

Áður hafði Duterte bannað allt innanlandsflug til Manila til að reyna að takmarka útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar, einnig ferðir þangað á sjó og landi. Forsetinn sagðist hafa fyrirskipað viðeigandi stofnunum að gera ráðstafanir til að létta á byrði fyrirtækja vegna COVID-19 vandans.

Á Filippseyjum hafa 142 greinst með COVID-19 veiruna. Tólf hafa látist af hennar völdum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi