Milljarðamæringarnir eru horfnir

Mynd með færslu
 Mynd:

Milljarðamæringarnir eru horfnir

21.03.2013 - 14:00
Engir milljarðamæringar eru lengur á Íslandi. Ýmist hafa þeir tapað mestum eigum sínum eða flutt úr landi.

Sagt er frá því í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung, að árið 2008 hafa sex milljarðamæringar búið á Íslandi. Það er menn sem áttu eignir sem metnar voru á yfir þúsund milljónir Bandaríkjadala. Fimm þeirra hafi tapað stórum hluta eigna sinna, eða jafnvel öllu, eins og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbanka Íslands. Eini Íslendingurinn sem enn telst milljarðamæringur, í Bandaríkjadölum, er Björgólfur Thor Björgólfsson. En hann er búsettur í Bretlandi.