Miklum verðmætum stolið í fimm innbrotum

Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Miklum verðmætum var stolið í fimm innbrotum sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um síðan klukkan sjö í morgun. Innbrotin voru framin í víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.

Brotist var inn í fyrirtæki í Breiðholti, tvær vinnuvélar í Hafnarfirði og í bíl í Múlahverfinu í Reykjavík. Málin eru í rannsókn hjá lögreglu.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi