Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Miklu stolið á skemmtistöðum

Mynd með færslu
 Mynd:
Undanfarið hefur borið mikið á þjófnaði af gestum skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu eru atvikin oft keimlík. Þjófar nýti tækifærið þegar fólk leggur hluti til hliðar eða lítur af þeim. Helst ásælast þjófarnir farsíma, veski og yfirhafnir.

Lögreglan segir þjófana einkar bíræfna, dæmi eru um að stolið sé af fólki sem bíður í biðröð fyrir utan skemmtistaði eftir því að komast inn. Gestir skemmtistaða eru beðnir um að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart þjófum, en þeir sem hyggjast kaupa varning sem er boðinn til sölu á netinu eru einnig beðnir um að hafa varann á því ætla má að mikið af þýfinu af skemmtistöðum sé boðið til sölu á Internetinu.