Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Miklir skógareldar á La Palma á Kanaríeyjum

09.08.2016 - 14:22
epa05464228 A handout picture made available by the Forest Fire Brigade Association (BRIF) on 08 August 2016 shows firefighters working to extinguish a forest fire on the  La Palma island, Canary Islands, Spain, on 08 August 2016. The Spanish Civil Guard
 Mynd: EPA - EFE
Miklir skógareldar geysa nú á La Palma, einni af sjö eyjum Kanaríeyja. Gróður á 7% eyjarinnar, eða 4.800 hektarar, hafa orðið eldinum að bráð og hefur orðið að flytja 2.500 manns frá heimilum sínum. Einn maður hefur látist.

Kveikti í salernispappír

Hundruð slökkviliðsmanna hafa barist við eldinn í sex daga. 12 þyrlur og flugvélar hafa verið notaðar við slökkvistörf. Yfirvöld á eyjunni segja að tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu eldsins, en að slökkvilið hafi þó ekki náð tökum á honum. 27 ára gamall Þjóðverji, sem hefur hafist við í helli um miðbik eyjarinnar hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt eld í salernispappír sem síðan hafi breiðst út í skrælnaðan gróður.

La Palma liggur lengst í norðvestur af Kanaríeyjum og sést vel frá Tenerife í góðu skyggni. Eyjan er 702 ferkílómetrar og þar búa ríflega 85 þúsund manns.

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV