Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Miklar breytingar á verslunarmynstri

Mynd: Jón Þór Víglundsson / RÚV

Miklar breytingar á verslunarmynstri

12.01.2019 - 09:00

Höfundar

Fleiri þúsund fermetrar af nýju þjónusturými verður tilbúið innan skamms í miðborg Reykjavíkur, meðan verslunarmynstur er að breytast, má spyrja hvort við siglum á móti straumnum. Flakk um nýtt verslunarrými í miðborginni á laugardag kl. 15.00 á Rás 1.

Hverfisgatan breytir um svip

Smám saman eru allar þær framkvæmdir undanfarinna ára að birtast við Hverfisgötuna, og við bætist húsnæði fyrir ýmis konar þjónustu. Hörður Ágústsson verslunarmaður í Macland hefur rekið sitt fyrirtæki við Laugaveg í 10 ár, og er afar bjartsýnn um breytingarnar og telur að einungis taki tíma að fylla þessi rými, þegar réttir aðilar hafa fundið sitt pláss. Vissulega hefur þetta verið erfiður tími segir Hörðuð jafnframt en þetta er eins og að mála stofuna sína, þegar maður getur ekki flutt út, leiðinlegt verk, en þakklátt þegar því er lokið. 

Góð fjárfesting

Segir Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins, en fasteignafélagið hefur keypt allar neðstu hæðirnar á Hafnartorgi og sömuleiðis á Austurbakka. Þetta eru nokkur þúsund fermetrar, þjónusturými fyrir alls konar starfsemi. Þó svo að verslunarmynstur sé að breytast, bæði með breyttum hugsunarhætti varðandi sóun og svo möguleikarnir í netverslun, er hann ekki uggandi um að verslun komi ekki til með bera sig í þessum nýju rýmum..

Hvernig verður Laugavegurinn

Ætla má að margar verslanir sem hingað til hafa verið í óhentugu húsnæði við Laugveg flytji sig á Hafnartorgið eða jafnvel á Hverfisgötu. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi er einnig bjartsýnn um að Laugavegurinn eigi eftir að þróast, en jafnvel þurfi að breyta svokölluðum fyrirtækjakvótum við götuna svo fjölbreyttari starfsemi geti þrifist.