
„Ég trúi ekki öðru en að við náum sameiginlega að nota þessa viðspyrnu, sem fæst með þessu fjárlagafrumvarpi, til þess að halda áfram að byggja upp lífskjörin sín."
Bjarni segir að núverandi aðstæður séu erfiðar og ekki sé að hægt að taka á vandanum þannig að allir verði sáttir. Hann segir að með aðhaldskröfu, niðurskurði verkefna úr fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem ekki hafi verið búið að fjármagna og breiðari tekjustofnum hafi reynst hægt að takast á við vandann. Niðurstaðan sé fyrstu hallalausu fjárlögin í sex ár.
Miðþrep tekjuskattsins lækkar, sem og tryggingagjald auk þess sem einnota bleyjur fara úr efri virðisaukaskattsþrepi í það lægra. Á móti hækka ýmis gjöld í takt við verðbólgu. „Við látum ýmsa krónutöluskatta og krónutölugjöld halda verðlagi sínu með því að þau fylgja verðlagi sínu. Hins vegar eru skattalækkanir sem birtast í frumvarpinu mun umfangsmeiri en þetta og heildarniðurstaðan er sú að kaupmáttur ráðstöfunartekna mun á næsta ári vaxta um 0,3 prósent.“
Um þetta og ýmislegt fleira ræðir fjármálaráðherra í viðtalinu sem fylgir þessari frétt.