Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Mikill fjöldi kominn austur

26.07.2014 - 13:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Mikill mannfjöldi er kominn til Borgarfjarðar eystri að tilefni Bræðslunnar sem fer þar fram í kvöld.

Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði fór allt vel fram í nótt. Tjaldstæði eru öll þétt setin. Mikil umferð hefur verið á svæðið frá því í byrjun vikunnar, en þó virtist lögreglu heldur færri en á föstudeginum þegar Bræðslan var í fyrra. 

Meðal þeirra sem stíga á stokk í dag og í kvöld eru Pollapönk, Emilíana Torrini og Drangar. 

Veðrið á Norðausturlandi hefur verið með besta móti undanfarna daga en þó rigndi örlítið á Bræðslugesti í nótt. Spáð er blíðviðri í dag og í kvöld.