Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mikill áhugi fyrir Crossfit-keppni

Annie Mist Þórisdóttir er komin á heimsleikana. - Mynd: Þór Ægisson / RÚV

Mikill áhugi fyrir Crossfit-keppni

22.03.2018 - 19:55
Búist er við að mörg hundruð þúsund manns fylgist með beinni netútsendingu frá Crossfit móti í nótt. Þar etja kappi þrjár heimsþekktar íslenskar konur. Keppnin fer fram í Faxafeni í Reykjavík. Þetta er fimmti og síðasti hluti undankeppninar fyrir mótið. Í nótt etja kappi dæturnar, eða the Dottirs, þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Davíðsdóttir and Sara Sigmundsdóttir.

Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa tekið þátt í undankepninni, segir Evert Víglundsson þjálfari. 

Annie segir það afar ánægjulegt að geta keppt á móti hér heima á Íslandi og þurfa ekki að ferðast um langan veg.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Facebook.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Crossfit keppni um hánótt í Reykjavík