Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll

23.04.2010 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Mjög mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll í morgun þar sem Keflavíkurflugvöllur er lokaður vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur eru aðal flugvellir fyrir millilandaflug á meðan. Icelandair og Iceland Express beina allri sinni áætlun um Akureyri.

Vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og Berlínar, sem áttu að fara í dag, verða sameinaðar í einu flugi frá Akureyri. Farþegum verður ekið í rútum til Akureyrar. Vél félagsins til London Gatwick, sem fara átti snemma í fyrramálið verður frestað í sólarhring.