Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Mikil seinkun vegna forfalla lögreglu

09.10.2015 - 11:30
Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Drengsson
Meirihluti þeirra lögreglumanna sem sinna vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli tilkynnti forföll vegna veikinda í morgun. Seinkun var á flestum vélum Icelandair en langar biðraðir mynduðust við vegabréfaskoðun vegna þessa. Næstum klukkutíma seinkun var á sumum flugferðum.

Samkvæmt upplýsingum sem Isavia veitti flugfarþegum voru allir lögreglumenn nema fjórir fjarverandi vegna veikinda.