Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Mikil jákvæðni ríkjandi á Þjóðfundi

06.11.2010 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Góður andi ríkir í Laugardalshöll þar sem þúsund manns hafa setið þjóðfund síðan klukkan níu í morgun. Þeir fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru allir mjög jákvæðir og sáttir við skipulagningu fundarins.

Vinnu fundarmanna er að ljúka, á hverju borði er nú verið að setja saman tilmæli til þeirra sem halda áfram vinnu við nýja stjórnarskrá, stjórnlaganefndar og stjórnlagaþings. Tilmælunum er ætlað að endurspegla það sem þátttakendur á Þjóðfundinum telja mikilvægast til að hafa í huga við gerð nýrrar stjórnarskrár.


Tilmælin verða lesin upp í lok fundar í dag. Fylgjast má með því á vef fundarins, Thjodfundur.is.