Talsverð umsvif eru nú á vegum Veitna við Borgarnes og hafa þrír dráttarbátar verið þar að störfum við nýja fráveitu bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er verið að fleyta sjólögnum, samanlagt tæpum 700 metrum á lengd, út á sjó og sökkva þeim í lagnastæðin.