Mikil brennisteinslykt er nú við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Mjög hægur vindur er á svæðinu og verður næstu daga þannig að gas getur safnast fyrir í lægðum, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Þar segir jafnframt að engar markverðar breytingar séu á vatna-, jarðskjálfta- eða gasmælum Veðurstofunnar á þessu svæði. Fólki er ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt Jökulsá á Sólheimasandi.