Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Mikið svifryk í Reykjavík

05.03.2019 - 10:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Loftgæði eru mjög slæm í Grafarvogi og slæm við Miklubraut í Reykjavík. Þetta kemur fram á loftgæðavef Umhverfisstofnunar. Varað hefur verið við miklu svifryki næstu daga. Viðbragðsteymi Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og fleiri hefur brugðist við þessu með því að ákveða að rykbinda þungar umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjanaesbrautar í dag.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að rykbinda eigi Sæbraut frá Reykjanesbraut og út að ljósum við Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut, Hringbraut, Miklabraut og upp fyrir Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut. Þá lét Vegagerðin í síðustu viku sópa þær götur í Reykjavík sem heyra undir Vegagerðina.