Miðflokkskona víkur vegna Klausturmálsins

29.11.2018 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Vilborg G. Hansen, varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, hefur óskað lausnar. Hún sendi Gylfa Magnússyni, formanni bankaráðsins, og Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, erindi þessa efnis í morgun. Í bréfinu segir hún að sér sé ómögulegt að styðja lengur þann flokk sem hún situr í umboði fyrir eftir fréttir gærdagsins í DV og Stundinni.

DV og Stundin birtu í gær fréttir af samtali Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur á Klaustri. Þar voru þau ásamt tveimur þingmönnum Flokks fólksins, þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni. Í samtali þeirra voru látin falla niðrandi ummæli um aðra þingmenn og fyrrverandi þingmenn.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV