Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Miðar ógiltir á Hátíð vonar

29.08.2013 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Allir miðar sem gefnir voru út á Hátíð vonar sem haldin verður í Laugardalshöll í septemberlok hafa verið ógiltir og nýir gefnir út.

Ástæðan fyrir ógildingunni er sú, segir á vef viðburðarins, að útgáfa miðanna á söluvefnum midi.is hafi verið misnotuð. Nýjum miðum verður dreift á skrifstofu hátíðarinnar.

Á midi.is var hægt að skrá sig fyrir fjórum miðum. Nokkuð mun hafa verið um það að fólk tryggði sér fjóra miða, en hugðist jafnframt ekki mæta í mótmælaskyni við fyrirlesara hátíðarinnar Franklin Graham, sem er yfirlýstur andstæðingur hjónabanda samkynhneigðra. Þá hefur biskup Íslands verið gagnrýndur fyrir að ætla að ávarpa hátíðina.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hátíðar vonar náðu tveir sér í 500 og 900 miða með því að spila á miðasölukerfi miði punktur is. Í tilkynningu á hatidvonar.is segir að auk þess að sækja miða á skrifstofuna sé hægt að óska eftir miðum með því að senda tölvupóst og gefa meðal annars upp kirkju, söfnuð eða samtök sem viðkomandi tilheyrir. Þeir sem standa utan trúfélaga geta einnig fengið miða samkvæmt upplýsingum frá skrifstofunni.