Metþátttaka í Eurovision - 297 lög bárust

Mynd með færslu
 Mynd:

Metþátttaka í Eurovision - 297 lög bárust

18.10.2013 - 12:26
Metþátttaka er í Söngvakeppnina 2014 sem er undankeppni fyrir Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 297 lög bárust sem er 25 prósentum meira en á síðasta ári. Aldrei hafa verið fleiri höfundar en reglum keppninnar var breytt þannig að þeir máttu aðeins senda tvö en ekki þrjú lög.

Samkvæmt upplýsingum frá RÚV tekur nú við langt og strangt valferli þar sem sérstök dómnefnd fær það verkefni að velja lögin sem keppa í undankeppninni eftir áramót.

Þessi dómnefnd skilar af sér í byrjun næsta mánaðar og liggja ætti fyrir um miðjan nóvember hverjir taka þátt. Eurovision fer að þessu sinni fram í Danmörku.