Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Metnotkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu

02.02.2019 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Nýtt met í heitavatnsnotkun síðasta sólarhring á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að aldrei hafi áður verið notað meira af heitu vatni en síðasta sólarhring. Á milli klukkan ellefu og tólf í morgun var metrennsli þegar íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu nýttu tæplega 17 þúsund rúmmetra af heitu vatni og met fyrir meðalrennsli á sólarhring var einnig slegið, segir í tilkynningunni.

Útlit er fyrir að í dag verði hægur vöxtur á notkun fram eftir degi en síðan dragi jafnt og þétt úr. Enn sem komið er hafi ekki þurft að takmarka afhendingu á heitu vatni til stórra notenda á höfuðborgarsvæðinu.