Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Metnaðarfull sýning sem fer gegn meginstraumi

Mynd: Leikfélag Akureyar / Leikfélag Akureyar

Metnaðarfull sýning sem fer gegn meginstraumi

22.02.2017 - 14:14

Höfundar

Núnó og Júnía er nýtt íslensk leikrit fyrir ungmenni úr smiðju Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Verkið er framtíðartryllir í anda Hungurleikanna. Sýningin er „myrk og innihaldsmikil,“ segir gagnrýnandinn Snæbjörn Brynjarsson, sem líkir henni við skáldverkið 1984 eftir George Orwell.
Mynd með færslu
 Mynd: Leikfélag Akureyrar

Leikfélag Akureyrar setur verkið upp. Það gerist í fjarlægri framtíð í landinu Kaldóníu, þjóðfélagi sem er gegnsýrt af afreksmenningu. Þar ríkir eilífur meistaramánuður og allir eiga að vera besta útgáfan af sjálfum sér og toppa sig á hverjum einasta degi. Ef þú gerir það ekki þá hverfur þú inn í Þokuland.

„Það má túlka þetta sem harða gagnrýni á Latabæ og ýmis önnur barnaleikrit, segir Snæbjörn. „Þetta fer gegn meginstraumnum í íslenskum barnasýningum.“

Mynd með færslu
 Mynd: Leikfélag Akureyrar

Þetta er metnaðarfullt verk og listræn framsetning til fyrirmyndar að mati Snæbjörns. Sýningin er þó ekki gallalaus, en leikurinn er eilítið stirður á köflum segir Snæbjörn, sem verður til þess að töluvert mæðir á reyndasta leikaranum í hópnum, Bjarna Snæbjörnssyni, sem heldur sýningunni uppi að hans mati.