Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Metfjöldi viðstaddur tendrun Friðarsúlu

09.10.2014 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Rúmlega 2.100 manns voru viðstaddir tendrun Friðarsúlunnar í Viðey í kvöld og hafa aldrei verið fleiri. Þetta er í áttunda sinn sem friðarsúlan er tendruð. Fjórir hvalaskoðunarbátar ferjuðu fólkið í boði Yoko Ono, sem eins og fyrri ár bauð upp á fríar siglingar út í Viðey.

Friðarsúlan er tendruð ár hvert á fæðingardegi John Lennon, 9. október, og lýsir hún upp kvöldhimininn fram til 8. desember, en þann dag dó Lennon árið 1980. Í ár hefði hann orðið 74 ára gamall. 

Guðlaugur Ottesen, vaktstjóri og rekstrarstjóri Viðeyjarferjunnar, segir að byrjað hafi verið að ferja fólkið aftur til baka um hálf níu leytið og gerði ráð fyrir að allir yrðu komnir yfir um hálf ellefu leytið.