Hjörtur Unnarsson, vaktstjóri hjá Allrahanda, segir að fjöldinn slái fyrra metið frá því í haust þegar 320 fóru í ferðina. Þangað fara einnig hátt í 800 á vegum Kynnisferða. Þar er einnig slegið nýtt met frá því í haust, þegar 730 fóru í ferðina.
Samkvæmt upplýsingum frá Kynnisferðum er fjöldinn í kvöld meiri en venjulega vegna þess að aflýsa þurfti ferðum sem fara átti fyrr í vikunni vegna þess að skilyrðin þóttu ekki nógu góð. Hjörtur tekur undir þetta en segir að ferðamannafjöldinn á landinu sé meiri um þessi áramót en undanfarin ár.