Metfjöldi ferðamanna í norðurljósaferð

Mynd með færslu
 Mynd:

Metfjöldi ferðamanna í norðurljósaferð

30.12.2012 - 22:09
Aldrei hafa fleiri ferðamenn bókað sig í norðurljósaferð og í kvöld. Alls eru nú ríflega sjöhundruð ferðamenn (722) á vegum Allrahanda á Þingvöllum þar sem ferðamennirnir vonast til að tækifæri til að dást að norðurljósunum.

Hjörtur Unnarsson, vaktstjóri hjá Allrahanda, segir að fjöldinn slái fyrra metið frá því í haust þegar 320 fóru í ferðina.  Þangað fara einnig hátt í 800 á vegum Kynnisferða. Þar er einnig slegið nýtt met frá því í haust, þegar 730 fóru í ferðina.

Samkvæmt upplýsingum frá Kynnisferðum er fjöldinn í kvöld meiri en venjulega vegna þess að aflýsa þurfti ferðum sem fara átti fyrr í vikunni vegna þess að skilyrðin þóttu ekki nógu góð. Hjörtur tekur undir þetta en segir að ferðamannafjöldinn á landinu sé meiri um þessi áramót en undanfarin ár.