Meta álag á innviði vegna ferðaþjónustu

14.12.2018 - 12:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur valdið auknu álagi á innviði, umhverfi og samfélag. Stjórnstöð ferðamála, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og verkfræðistofan Efla hafa undanfarið ár unnið að verkefni sem miðar að því að leggja mat á þetta álag.

Í fyrri hluta vinnunnar var greint hvaða mælikvarða ætti að nýta við matið. Verkefnið var kynnt í Hörpu í morgun. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að heildarmyndin verði ljós í vor. „Þá kemur mat á því hvar við stöndum gagnvart þeim fjölda ferðamanna sem við höfum í dag og horfum til þess að séu að koma á næstu árum og hverjar verða næstu áskoranir sem við þurfum að takast á við, til þess að geta haldið utan um þennan ferðamannafjölda og tryggt að við séum ekki að brjóta samfélagslegu þolmörkin, efnahagslegu þolmörkin eða umhverfis- og náttúrulegu þolmörkin,“ segir Óskar. 

Óskar kveðst ekki vita til þess að slíkt mat ekki verið gert á landsvísu neins staðar í heiminum áður. Slíkt hefur þó verið gert á ákveðnum svæðum, til dæmis í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi. Sérfræðingar frá hvoru landi veita ráðgjöf við vinnslu álagsmatsins hér á landi.

Mynd með færslu
Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Mynd:
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi