Mesti gagnaleki sem um getur í heiminum

03.04.2016 - 12:26
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Alþjóðleg umfjöllun um gagnaleka, sem sýnir meðal annars fram á tengsl íslenska forsætisráðherrans við félag á Bresku-Jómfrúaeyjum, hefst samtímis á RÚV og í fjölmörgum erlendum miðlum í kvöld klukkan sex að íslenskum tíma. Lekinn er sá umfangsmesti sem um getur.

Gögnin fjalla um viðskiptavini lögmannsstofu í Mið-Ameríku, sem hefur sérhæft sig í að útvega meðal annars viðskiptavinum evrópskra banka félög í skattaskjólum. Ásamt Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna hafa fjölmiðlar á borð við Süddeutsche Zeitung, stærsta dagblað Þýskalands, danska ríkissjónvarpið, sænska ríkissjónvarpið og Reykjavík Media í samvinnu við Kastljós undirbúið umfangsmikla umfjöllun um það sem kemur fram í gögnunum.

Umfjöllunin hefst samtímis á alþjóðavísu klukkan sex að íslenskum tíma, og RÚV sýnir þá sérstakan Kastljósþátt um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög.

Kastljós sunnudag klukkan 18:00

Aukaþáttur Kastljóss verður sýndur í sjónvarpi sunnudaginn 3.apríl klukkan 18.00. Þar mun Kastljós, ásamt Reykjavík Media, fjalla um íslenska stjórnmálamenn og aflandsfélög í skattaskjólum. Greiningin byggir á gögnum alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ), þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og fleiri miðla.

Posted by Kastljós on Thursday, March 31, 2016

Norska blaðið Aftenposten og Breska ríkisútvarpið fjalla einnig um lekann. Gagnalekinn er sá umfangsmesti sem um getur í heiminum. Í gögnunum er hægt að rekja hvernig evrópskir bankar hafa hjálpað viðskiptavinum sínum að færa peninga í skattaskjól. Fram hefur komið í fréttum síðustu daga að ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra hafi tveir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni tengst aflandsfélögum, auk eins borgarfulltrúa og manna sem hafa gegnt trúnaðarstörfum hjá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum.

Hér má sjá kynningarstiklu fréttaskýringaþáttarins Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu, kynningarstiklu danska ríkissjónvarpsins - DR1 og Aftenposten í Noregi.

Panamadokumenten

Journalister från hela världen har granskat historiens största läcka. Två av dem är Uppdrag gransknings Sven Bergman och Joachim Dyfvermark. I kväll publiceras resultatet.

Posted by Uppdrag granskning on Saturday, April 2, 2016

 

Søndag 20.00: DR1 Dokumentaren: Det store skattelæk

Erhvervsfolk, politikere og sportsstjerner gemmer penge i skattely - flere hundrede af dem er danskere.DR Dokumentar afslører søndag, hvordan danske banker medvirker, når de vejleder og hjælper til med at placere pengene i skattely. Men er det bankernes opgave? Hvad synes du? Søndag 20.00: DR1 Dokumentaren: Det store skattelæk

Posted by DR1 on 30. mars 2016

 

Søndag kl. 20.00 publiserer vi tidenes journalistiske graveprosjekt. 376 journalister. 11 millioner dokumenter. Følg med.

Posted by Aftenposten on 2. apríl 2016

 

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi