Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Mesta mannvirki síns tíma

21.05.2012 - 10:33
Innlent · Landinn · RÚV
Mynd með færslu
 Mynd:
Hvaða mannvirki sjást með berum augum frá tunglinu?

Jú, það er Kínamúrinn og Flóaáveitan!Eða svo er allavega sagt. Þessa dagana eru áttatíu og fimm ár frá því Flóaáveitan var tekin í notkun. Þetta mesta mannvirki Íslands á þeim tíma samanstóð af þrjúhundruð kílómetra löngum skurðum, sem að mestu voru handgrafnir og níu hundruð kílómetrum af flóðvarnargörðum. Geri aðrir betur!