Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Mesta áhorf á íþróttaviðburð

epa06813539 Iceland players react after the FIFA World Cup 2018 group D preliminary round soccer match between Argentina and Iceland in Moscow, Russia, 16 June 2018.
 Mynd: EPA - RÚV

Mesta áhorf á íþróttaviðburð

18.06.2018 - 11:08
Áhorfið á leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, 60% meðaláhorf, er það mesta sem mælst hefur á íþróttaviðburð(samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup). Eldra metið var 58,8% áhorf á leik Íslands og Englands á EM í fótbolta 2016 en sá leikur var sýndur í beinni á RÚV og í Sjónvarpi Símans.

 

Bráðabirgðatölur fyrir HM 2018.

Fimmtudagur

kl. 15.00 Rússland – S Arabía 15% meðaláhorf, 29% uppsafnað áhorf.

Föstudagur

kl. 12.00 Egyptaland – Úkraína 8% meðaláhorf, 21% uppsafnað.

kl. 15.00 Marokkó – Íran 11% meðaláhorf, 26% uppsafnað.

kl. 18.00 Portúgal – Spánn 27% meðaláhorf, 47% uppsafnað.

Laugardagur

kl. 10.00 Frakkland – Ástralía 13% meðaláhorf, 28% uppsafnað.

kl. 13.00 Argentína – Ísland 60% meðaláhorf, 67% uppsafnað.

kl. 16.00 Perú – Danmörk 27% meðaláhorf, 49% uppsafnað.

kl. 19.00 Króatía – Nígería 29% meðaláhorf, 49% uppsafnað.

Sunnudagur

kl. 12.00 Kosta Ríka – Serbía 13% meðaláhorf, 29% uppsafnað.

kl. 15.00 Þýskaland – Mexíkó 23% meðaláhorf, 40% uppsafnað.

kl. 18.00 Brasilía – Sviss 26% meðaláhorf, 46% uppsafnað.

Mest mældist áhorfið kl. 14.54, sem var síðasta mínútan í uppbótartíma leiksins. Hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99.6% - sem í stuttu máli sýnir að nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpi á þessum tíma voru að horfa á leikinn.

Á síðasta HM móti í Brasilíu mældist meðaláhorfið á fyrstu 11 leikina 20,5%, samanborið við 22,9% nú.

Hér er áhorfsflæðið á laugardaginn skv. bráðabirgðatölum:

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Áhorfsflæðið á laugardaginn síðasta