Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Mennirnir komnir í leitirnar

07.08.2016 - 03:47
Mynd með færslu
 Mynd: Sigrún Björg Aradóttir
Upp úr klukkan þrjú í nótt hafði lögreglan uppi á mönnunum sem féllu í Svarfaðardalsá, og þakkar lögreglan áhrifamátt Facebook í því. Þeir höfðu gert sér að leik að fara í ána, komu sér sjálfir á þurrt og var síðan ekið í hús. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna voru kallaðir út til þess að aðstoða við leitina að mönnunum. Lögreglan þakkar þeim rösk og fagleg vinnubrögð.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV