Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í dag

Útvarpshúsið
 Mynd: RÚV

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í dag

04.01.2019 - 09:30

Höfundar

Menningarviðurkenningar RÚV verða afhentar í dag í beinni útsendingu á Rás 1, RÚV 2 og á menningarvef RÚV.

 Þetta er í þriðja sinn sem RÚV heldur sérstaka hátíð þar sem veitt er úr menningarsjóðum Ríkisútvarpsins. Að þessu sinni verður veitt viðurkenning úr Rithöfundasjóði auk styrkja úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Rás 2 veitir Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2018. Við sama tilefni verður tilkynnt um val á orði og nýyrði ársins.

Athöfnin hefst kl. 16.05 og Sigurlaug M. Jónasdóttir er veislustjóri. Útvarpað verður beint frá athöfninni á Rás 1, streymt verður á ruv.is og útsending verður einnig aðgengileg á RÚV2 í sjónvarpi.

Menningarviðurkenningar afhentar fyrir árið 2017.
 Mynd: Mummi Lú - RÚV
Hallgrímur Helgason við afhendingu viðurkenninganna 2017.

Í fyrra hlaut Hallgrímur Helgason viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Hljómsveitin Mammút hlaut Krókinn, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi flutning á árinu og Epalhommi var tilkynnt sem orð ársins 2017. Alls voru 92 styrkir veittir úr sameinuðum Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins og STEFs það árið.

Menningarviðurkenningar afhentar fyrir árið 2017.
 Mynd: Mummi Lú - RÚV
Hljómsveitin Mammút fékk Krókinn 2017.

Menningarsjóðir á vegum RÚV hafa verið starfræktir í fjölda ára, þeir elstu í meira en 60 ár. Á vegum RÚV eru starfræktir þrír sjóðir, Rithöfundasjóður, Tónskáldasjóður Ríkisútvarpsins og Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensen. Markmiðið með þeim er að  efla menningarlífið  í landinu með fjárframlögum til listamanna.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Þetta er orðið eins og þriðja höndin“

Tónlist

Hallgrímur fær viðurkenningu Rithöfundasjóðs