Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í dag

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í dag

04.01.2018 - 11:47

Höfundar

Úthlutað verður úr menningarsjóðum Ríkisútvarpsins og STEFs í Útvarpshúsinu klukkan 16.05 í dag. Athöfnin verður í beinu myndstreymi á menningarvef RÚV.

Tilkynnt verður um styrkþega úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, tónskáldasjóði RÚV og STEFs þegar menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins verða afhentar í dag. Auk þess verður Krókur Rásar 2 afhentur fyrir framúrskrandi lifandi flutning og orð ársins 2017 kynnt.

Athöfnin hefst klukkan 16.05 og verður í beinu myndstreymi á menningarvef RÚV – ruvmenning.is. Auk þess verður athöfnin í beinni útsendingu í útvarpi í Víðsjá á Rás 1.

Menningarsjóðir á vegum RÚV hafa verið starfræktir í fjölda ára, þeir elstu í meira en 60 ár. RÚV styður tónskáld til sköpunar stærri verka árið um kring, allt frá óperum til kammerverka og sinfónía með úthlutun styrkja úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins hefur verið starfræktur síðan 1956 og eru styrkir eru veittir einum eða tveimur höfundum í senn. Með Króknum vill Rás 2 verðlauna sérstaklega það sem vel er gert í lifandi flutningi á tónlist. RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands hafa staðið saman að því að gefa landsmönnum kost á að velja orð ársins í netkosningu á ruvmenning.is. Markmiðið með því að velja orð ársins er að draga fram þau orð sem einkenndu þjóðfélagsumræðuna á árinu.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar